Man
01/08 '00
Man
Á gráu skýi af klístruðum gróðri,
ég minnist þín, másandi og rjóðri.
Með vín í andaglasi,
og grömm af slegnu grasi,
ég minnist þín heitri og móðri.
Segðu mér þitt, sagði daman,
og ég minnist stunda okkar saman,
svo vel okkur leið,
og samviskan sveið,
en við uppskárum gagn bæði og gaman.
Og sólin sest þreytt bakvið fjöllin,
og ljósaskiptin flytja köllin,
og öskrin og ópin,
við tvö höldum hópinn,
mig langar að spila en ég kemst ekki á völlinn.
Man
Á gráu skýi af klístruðum gróðri,
ég minnist þín, másandi og rjóðri.
Með vín í andaglasi,
og grömm af slegnu grasi,
ég minnist þín heitri og móðri.
Segðu mér þitt, sagði daman,
og ég minnist stunda okkar saman,
svo vel okkur leið,
og samviskan sveið,
en við uppskárum gagn bæði og gaman.
Og sólin sest þreytt bakvið fjöllin,
og ljósaskiptin flytja köllin,
og öskrin og ópin,
við tvö höldum hópinn,
mig langar að spila en ég kemst ekki á völlinn.