ljóð til mín
hallo, þetta er mikil sýn,
ort eru ljóð á hvít lín.
ég er lítil, sæt og fín,
vill eitthver yrkja ljóð til mín.

SVAR:

bræðandi hugmyndaflóðið
hugsandi mannverukrílið
menningar snilldarsýnir

systir mín hugar og handar
hugsana fjarlægðarlanda
förin er löng

finndu þér hald í heimi
heillaósk mín í vasa
mundu að lifa af afli
litla systir mín  
H.G. Beck
1981 - ...


Ljóð eftir H.G. Beck

Alein í heiminum
Hvað erum við?
ljóð til mín
Caios
Ammilisljóð.
ljósið í myrkrinu.