Lífsklukkur
Það eru lífsklukkur í eyrum mínum tifandi
Fæ ég að klára líf mitt, eða verð ég grafinn lifandi?
Engin virðing og kæfður í mold,
Rotnandi líkaminn og maurar, sem éta mitt hold.
Blóðið allt storknað og beinin öll marin
Þegar ég ætti að sjá ljósið, verð ég löngu farinn
Hinn langa hvíta veg til himna,
Verð ég þá einn af mörgum, verndarengla þinna.
Fæ ég að klára líf mitt, eða verð ég grafinn lifandi?
Engin virðing og kæfður í mold,
Rotnandi líkaminn og maurar, sem éta mitt hold.
Blóðið allt storknað og beinin öll marin
Þegar ég ætti að sjá ljósið, verð ég löngu farinn
Hinn langa hvíta veg til himna,
Verð ég þá einn af mörgum, verndarengla þinna.