Árás Á Þig
Til fjandans með allt sem þú sagðir
Meðan ég varð fyrir árásum, sastu bara og þagðir
Komst bara eftir á og hendur þínar á axlir mínar lagðir
Helduru að ég sé ódauðlegur og geti allt
Blási og þá verður heitt þegar mér er kalt
Ég er eins og sár, og þú sem salt
Við eigum ekki saman, þótt þú óskir þess
Á ég bara að vera með þér og engin ástæða til hvers
Látast sem ég elski þig af öllum mætti
Ég eyði engu í þig lengur, ekki einum hjartslætti
Ó, já. gaman þér þætti
Að sjá mig þjást
Þú gerðir það og það sást
Kvalinn maður í framan og orðinn dofinn
Ég hafði góðan persónuleika, en nú er hann klofinn
Þú sveikst mig, og traustveggurinn er rofinn
Ég mun koma aftur og snúast í vörn
Og ég mun troða loforðum ofan í þig langt oní görn
Guð, hvað ég vona að þú eignist aldrei börn
Því nóg er til að svikurum svo þú þurfir ekki að dreifa þeim
Ég er Sykurinn, maðurinn með kókoskeim
Maðurinn sem þú skalt óttast við sýn
Því þegar ég kemst út, fer ég beint til þín
Nú er tími til að hefna sín
Meðan ég varð fyrir árásum, sastu bara og þagðir
Komst bara eftir á og hendur þínar á axlir mínar lagðir
Helduru að ég sé ódauðlegur og geti allt
Blási og þá verður heitt þegar mér er kalt
Ég er eins og sár, og þú sem salt
Við eigum ekki saman, þótt þú óskir þess
Á ég bara að vera með þér og engin ástæða til hvers
Látast sem ég elski þig af öllum mætti
Ég eyði engu í þig lengur, ekki einum hjartslætti
Ó, já. gaman þér þætti
Að sjá mig þjást
Þú gerðir það og það sást
Kvalinn maður í framan og orðinn dofinn
Ég hafði góðan persónuleika, en nú er hann klofinn
Þú sveikst mig, og traustveggurinn er rofinn
Ég mun koma aftur og snúast í vörn
Og ég mun troða loforðum ofan í þig langt oní görn
Guð, hvað ég vona að þú eignist aldrei börn
Því nóg er til að svikurum svo þú þurfir ekki að dreifa þeim
Ég er Sykurinn, maðurinn með kókoskeim
Maðurinn sem þú skalt óttast við sýn
Því þegar ég kemst út, fer ég beint til þín
Nú er tími til að hefna sín