

Ég vildi að ég gæti farið burt
svifið á vængjum og ekki þurft
að útskýra fyrir þér það sem er óútskýranlegt
það sem ég gerði þér er ófyrirgefanlegt
ekki taka mig aftur, ég særi þig á ný
ég veit að ef ég fengi tækifæri til
myndu tilfinningar særast á ný
ég er á vængjum sannleikans
langt frá staðreyndum raunveruleikans
ég er þar sem ástin er við völd
þar sem ástin er aldrei köld,
ég er hjá þér
svifið á vængjum og ekki þurft
að útskýra fyrir þér það sem er óútskýranlegt
það sem ég gerði þér er ófyrirgefanlegt
ekki taka mig aftur, ég særi þig á ný
ég veit að ef ég fengi tækifæri til
myndu tilfinningar særast á ný
ég er á vængjum sannleikans
langt frá staðreyndum raunveruleikans
ég er þar sem ástin er við völd
þar sem ástin er aldrei köld,
ég er hjá þér