Flæði
Endalaust skammarflæði
ég gæti gefist upp og sagt eitthvað í bræði
ég vil bara fá að vera í friði og hugsa í næði
ætlast ég til of mikils?
Sama hvað ég geri, það er rangt
ég er heimskur, ég veit það, ég þarf ekki að sækja það langt
þetta er í blóðinu, svo kannski þarf ég að láta eitur renna milli æða
mér er alveg sama, látum tilfinningar flæða
sjáum hversu langt verður gengið
ég er tilfinninganæmur, hvaðan helduru að ég hafi það fengið
ég er tæpur á tauginni
kannski verð ég fundinn á botninum í djúpu lauginni
að ég þori ekki, það er misskilið, ég vil
mér þykir ekki vænt um mig, það getur það enginn skilið
ég veit ekki ástæðuna en mig grunar að hún sé allt
ég er samt glerglas á tréborði sem er valt
það þarf ekki mikið til að brjóta mig niður
ég er brothættur, ég get ekki útskýrt betur, því miður
kannski er ég bara einmanna, löngun í ást er vakandi
löngun stelpna í mig fer slakandi
ég er að missa takið, á lífinu og fleiru
ég þarf að lifa á lofti, því ég hef ekki efni á meiru
er þetta raunhæft, á einhver þetta skilið
það er tómt svæði í lífi mínu, mig vantar einhvern til að fylla í bilið
einhvern í stutta stund, er á meðan er
en þar til sá tími kemur, þá neðar og neðar ég fer
í sorgir mínar og vorkenni mér, mér er ætlað meira
ég vil verða frægur og með fulla vasa fjár, og vitiði hvað fleira?
ég vil verða tónlistarmaður, en virðist langsótt
ég er bara búinn að fá leið á að sofa einn hverja nótt
ég hef fengið leið á að kúra hjá myrkrinu allar nætur
liggja aleinn og hlusta á hvernig stormurinn lætur
þegar hann berst í gluggann og reynir að ná til mín
reynir eins og ég reyndi að ná til þín
líkt og með mig, þá nær hann mér aldrei, ekki í þetta sinn
en kannski á endanum á hann eftir að koma inn um gluggann minn
með látum, eyðileggja allt og skilja mig eftir særðan
ef ég hugsa málið, er vindurinn þú, bæði með sama markmið
skilja mig eftir í nóttinni með engan, mér við hlið
ég gæti gefist upp og sagt eitthvað í bræði
ég vil bara fá að vera í friði og hugsa í næði
ætlast ég til of mikils?
Sama hvað ég geri, það er rangt
ég er heimskur, ég veit það, ég þarf ekki að sækja það langt
þetta er í blóðinu, svo kannski þarf ég að láta eitur renna milli æða
mér er alveg sama, látum tilfinningar flæða
sjáum hversu langt verður gengið
ég er tilfinninganæmur, hvaðan helduru að ég hafi það fengið
ég er tæpur á tauginni
kannski verð ég fundinn á botninum í djúpu lauginni
að ég þori ekki, það er misskilið, ég vil
mér þykir ekki vænt um mig, það getur það enginn skilið
ég veit ekki ástæðuna en mig grunar að hún sé allt
ég er samt glerglas á tréborði sem er valt
það þarf ekki mikið til að brjóta mig niður
ég er brothættur, ég get ekki útskýrt betur, því miður
kannski er ég bara einmanna, löngun í ást er vakandi
löngun stelpna í mig fer slakandi
ég er að missa takið, á lífinu og fleiru
ég þarf að lifa á lofti, því ég hef ekki efni á meiru
er þetta raunhæft, á einhver þetta skilið
það er tómt svæði í lífi mínu, mig vantar einhvern til að fylla í bilið
einhvern í stutta stund, er á meðan er
en þar til sá tími kemur, þá neðar og neðar ég fer
í sorgir mínar og vorkenni mér, mér er ætlað meira
ég vil verða frægur og með fulla vasa fjár, og vitiði hvað fleira?
ég vil verða tónlistarmaður, en virðist langsótt
ég er bara búinn að fá leið á að sofa einn hverja nótt
ég hef fengið leið á að kúra hjá myrkrinu allar nætur
liggja aleinn og hlusta á hvernig stormurinn lætur
þegar hann berst í gluggann og reynir að ná til mín
reynir eins og ég reyndi að ná til þín
líkt og með mig, þá nær hann mér aldrei, ekki í þetta sinn
en kannski á endanum á hann eftir að koma inn um gluggann minn
með látum, eyðileggja allt og skilja mig eftir særðan
ef ég hugsa málið, er vindurinn þú, bæði með sama markmið
skilja mig eftir í nóttinni með engan, mér við hlið