Þunglyndi
Í blikandi ljósum um blákaldar nætur býr vitund mín.
í ísbreyðu aldri á í mynd mín rætur
og átökin þín.
Í krumlununm hörðum og krafti þess svarta kæfir þú bál.
Á vegnum dökka í viðkvæmu hjarta veikir þú sál.

Í berbrjósta holdi og bifandi anda bölvar þú hér .
Í þyrnunum beittu milli þrúandi handa þrýstir þú mér.
Og nístandi kuldi þinn napur mig frystir í nóvember sól,
Og kuti þinn glampandi kveljandi ristir þessi komandi jól.

ort 1975.  
Laufey Dís Einarsdóttir
1958 - ...


Ljóð eftir Laufey

Kveðjuorð mín
Karlmanns grimmd
Ljúfi Morgunnroði
Þunglyndi
Flateyjar straumar
í gær