Flateyjar straumar
Rétt við aldanna rót,
roðans sólsetrið brann.
Þar ég festi minn fót,
æska í blóði mér rann.
Inn við fjallanna fang,
foldin lífskraft mér gaf.
Nú mér gæfunnar gang,
gefur ólgandi haf.

Rétt við víðáttu væng,
vaggar gleðinnar rún.
Þar er ævinnar sæng,
sett á hamingju brún.
Inn við sumar og sól,
er sérhvern dag í mér hlær.
Þar ég byggi mitt ból,
blóm í sál minni grær.

Rétt við seiðandi straum
er skellur eyjunum á.
Ég lifi dásemdar draum,
dafnar ástin mér hjá.
Neisti guðs í mér grær,
geyslar ljóma í sál.
Von í huganum hlær,
hjartans brennur mitt bál.



 
Laufey Dís Einarsdóttir
1958 - ...


Ljóð eftir Laufey

Kveðjuorð mín
Karlmanns grimmd
Ljúfi Morgunnroði
Þunglyndi
Flateyjar straumar
í gær