Draumur í lit
Líkaminn sekkur saman
augun lygnast aftur
og hljóðið fjarlægist

slökunin er alger

myrkrið breytist í liti
hluti
persónur

úr fjarska kemur riddarinn á fáknum
grípur mig í arma sína
horfir á mig
[ó þessi fagurgrænu augu]
og segir
Það er meira hvað sumir hafa það kósí!

Ha?

Ég opna augun og horfi á glottandi andlit kennarans.
 
Ragnhildur Lára
1981 - ...


Ljóð eftir Ragnhildi Láru

Púkinn ég
Draumur í lit
Líðan mín
Biðin