Líðan mín
Mér líður ekki vel!
Það er þungur steinn í maganum á mér.

Mér líður ekki vel!
Það er svart ský í höfðinu á mér.

Mér líður ekki vel!
Það er tómarúm í hjartanu á mér.

Mér líður ekki vel!
Það er dregið fyrir í augunum á mér.

Mér líður ekki vel!
Það er svartur blettur á tungunni í mér.Þú tókst steininn, þurrkaðir upp skýið, fylltir upp rýmið, dróst frá og afmáðir lygina!
Mér líður vel.
 
Ragnhildur Lára
1981 - ...


Ljóð eftir Ragnhildi Láru

Púkinn ég
Draumur í lit
Líðan mín
Biðin