Vögguljóð
Hví ert þú að gráta litla hnáta
Hví fylla hvarma þína tár, litla hnáta
Hvað er það sem hryggir
Kveikir tilfinningabál
Byggir upp sorg og styggir þína sál
Litla hnáta, litla hnáta

Sólin er farin af himninum

Ekki dugir að gráta litla hnáta
dokaðu aðeins til morguns litla hnáta
Sólin kemur aftur, því ég lofa
Dansar á skýjum dísin sú
Hún fór aðeins inn í kofa að sofa, líkt og þú
Litla hnáta, litla hnáta  
Sindri
1985 - ...


Ljóð eftir Sindra

Vögguljóð
Tákn tónanna
Kærkomnar tilviljanir
Díonysískur heimur