Ekkert breytist með nýjum degi
ég sit við gluggann og stari út í kaldan einmanaleikann
biksvartur hrafn flýgur framhjá og sest á húsgaflinn
þó ég sé ekki hjátrúarfullur og veit að enginn mun deyja
finn ég samt eitthvað deyja innra með mér...
tómar gosflöskur og munaðarlausir plastpokar fjúka til og frá
ég reyni að samsvara mér með þeim – finna myndlíkingar
svo ég geti sagt með réttri orðnotkun og háfleygum orðum
að ég sé nákvæmlega eins tómur og einmana og þeir...
fjúkandi til og frá í febrúargráma
finn ég að hjartað missir eitt slag
hlustandi á vindinn hrjúfa og ráma
hver einasti dagur
er eins og dagurinn í dag...
þó ég horfist í augu við ískaldan einmanaleikann
reyni að hræða hann í burtu með illu augnaráði
dúða hjartað að utan með hlýjum minningum
finn ég hvernig kólnar alltaf meira og meira...
fjúkandi til og frá í febrúargráma
fölur, þreyttur og í augunum glær
hlustandi á vindinn hrjúfa og ráma
hver einasti dagur
er eins og dagurinn í gær...
ég hugsa til þess tíma sem ég lifði áður
þegar ekkert varð til þess að lyfta vörum mínum
brosin fæddust andvana og gleðin aldrei birtist...
ég hugsa til þess tíma sem fylgdi í kjölfarið
þegar ekkert varð til þess að draga úr gleði minni
brosin lifðu að eilífu og gleðin aldrei fyrtist...
hugsa svo til þess tíma sem ég lifi núna:
fjúkandi til og frá í febrúargráma
gleymandi sjálfum mér í sorgum
hlustandi á vindinn hrjúfa og ráma
kannski kemur þó betri dagur
...á morgun?
uppfullur af alls kyns sorgum...
kemur nokkuð betri dagur á morgun?
...
líf nú sem á árum áður
aftur orðinn alltof þjáður
sama hvað ég geri og segi
ekkert breytist með nýjum degi...
ekkert breytist með nýjum degi...
biksvartur hrafn flýgur framhjá og sest á húsgaflinn
þó ég sé ekki hjátrúarfullur og veit að enginn mun deyja
finn ég samt eitthvað deyja innra með mér...
tómar gosflöskur og munaðarlausir plastpokar fjúka til og frá
ég reyni að samsvara mér með þeim – finna myndlíkingar
svo ég geti sagt með réttri orðnotkun og háfleygum orðum
að ég sé nákvæmlega eins tómur og einmana og þeir...
fjúkandi til og frá í febrúargráma
finn ég að hjartað missir eitt slag
hlustandi á vindinn hrjúfa og ráma
hver einasti dagur
er eins og dagurinn í dag...
þó ég horfist í augu við ískaldan einmanaleikann
reyni að hræða hann í burtu með illu augnaráði
dúða hjartað að utan með hlýjum minningum
finn ég hvernig kólnar alltaf meira og meira...
fjúkandi til og frá í febrúargráma
fölur, þreyttur og í augunum glær
hlustandi á vindinn hrjúfa og ráma
hver einasti dagur
er eins og dagurinn í gær...
ég hugsa til þess tíma sem ég lifði áður
þegar ekkert varð til þess að lyfta vörum mínum
brosin fæddust andvana og gleðin aldrei birtist...
ég hugsa til þess tíma sem fylgdi í kjölfarið
þegar ekkert varð til þess að draga úr gleði minni
brosin lifðu að eilífu og gleðin aldrei fyrtist...
hugsa svo til þess tíma sem ég lifi núna:
fjúkandi til og frá í febrúargráma
gleymandi sjálfum mér í sorgum
hlustandi á vindinn hrjúfa og ráma
kannski kemur þó betri dagur
...á morgun?
uppfullur af alls kyns sorgum...
kemur nokkuð betri dagur á morgun?
...
líf nú sem á árum áður
aftur orðinn alltof þjáður
sama hvað ég geri og segi
ekkert breytist með nýjum degi...
ekkert breytist með nýjum degi...