Febrúarleiði
finn nú koma þunglyndið sem forðum
funinn hverfur burt úr mínum orðum
ljóð mín snúast öll um sýrutárin...
reyndar veit ég ekki nú hvað olli
vona þó að hverfi þessi skolli
sem í hjarta mínu skapar sárin...
ekkert hefur kveikt í gömlum meinum
klifrar gömul minning þó úr leynum
hvaðan sorgin kemur veit ég ekki...
kannski kuldinn þessa daga vekur
kvalir upp og alla gleði tekur
ég finn aftur leiðann sem ég þekki...
...
gæti vonað að allt verði sem fyrr
við hugsanir ég opna gamlar dyr
kannski liggur þessi leið að lausnum?
hef lært að leysa flókna fjötra
er finn ég lífið byrja að nötra
þó finn engar leiðir nú í hausnum...
...
veit ei hverju er nú um að kenna
finn þó hjartað í mér aftur brenna
ég veit ekki hvert skal fingri benda...
ekkert leysist með svo þungu ljóði
sem ég skrifa nú í miklu hljóði
þetta mun líklega aldrei enda...
...
sama hvað ég geri og segi
ekkert breytist með nýjum degi...
funinn hverfur burt úr mínum orðum
ljóð mín snúast öll um sýrutárin...
reyndar veit ég ekki nú hvað olli
vona þó að hverfi þessi skolli
sem í hjarta mínu skapar sárin...
ekkert hefur kveikt í gömlum meinum
klifrar gömul minning þó úr leynum
hvaðan sorgin kemur veit ég ekki...
kannski kuldinn þessa daga vekur
kvalir upp og alla gleði tekur
ég finn aftur leiðann sem ég þekki...
...
gæti vonað að allt verði sem fyrr
við hugsanir ég opna gamlar dyr
kannski liggur þessi leið að lausnum?
hef lært að leysa flókna fjötra
er finn ég lífið byrja að nötra
þó finn engar leiðir nú í hausnum...
...
veit ei hverju er nú um að kenna
finn þó hjartað í mér aftur brenna
ég veit ekki hvert skal fingri benda...
ekkert leysist með svo þungu ljóði
sem ég skrifa nú í miklu hljóði
þetta mun líklega aldrei enda...
...
sama hvað ég geri og segi
ekkert breytist með nýjum degi...