Nýtt sjónarhorn
Vont að vakna með ókunnug augu á vetramorgnum
Sé bláleita kjóla allt í kringum mig og er skyndilega orðinn æði fjarsýnn.
Ekkert vit að setja upp nærsýnisgleraugun.
Staulast á fætur, horfi mig út úr herberginu.
Sé gömlu augun úr mér liggja á eldhúsborðinu.
Tek þau varlega upp og pakka þeim niður í skúffu, merkt minningar, og hugsa með mér að ég geti kannski notað þau seinna.Gæti þurft að skipta um sjónarhorn.
Engu hent tautar konan mín oft.
Enda á ég fullt af gömlum skoðunum í skúffunni, sem ég nota örugglega ekki aftur.
Þetta er róttækar skoðanir frá því að ég var ungur og eiga ekki erindi við mig í dag.
Annars kann ég vel við þessi augu, en voðalega fara bláleitu kjólarnir í taugarnar á mér.  
Klemenz Bjarki Gunnarsson
1975 - ...
Áður óútgefið.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Klemenz Bjarka Gunnarsson

Reykjavík
Nýtt sjónarhorn
Völundarhúsið