Lifandi Stjörnur
Þið fæðist sem stjörnur, fallegar sem rós
þið eigið líf sem ykkur var gefið
þið eldist með árum, og njótið þess mjög

Svo kemur að því að dagur ykkar kemur
sannarlega er það hörmung og synd
en óumflýjanlegt, það skilur eftir sár
sem erfitt er að loka

Ykkar verður minnst sem skemmtilegum hóp
hlæjandi, ánægðum og varkárum
svo kom sá dagur er guð kallaði
snemmt var það og erfitt

En með tíma, sem læknar sár
mun það lagast
en ekki gleyma að þið verðið ætíð í minningu
ástvina ykkar, sem munu minnast ykkar ævilangt

Hugarkonni
 
Hákon Freyr Friðriksson
1981 - ...
tileinkað öllum þeim sem hafa misst ástvin nýverið.. sérstaklega þá fjölskyldum stelpnana sem létu lífið við bifröst :(


Ljóð eftir Hákon

Taktu fuglinn og fljúgðu
Lifandi Stjörnur
Kölski
Myrkt Líf