

Nóttin er svört, vítiseldar rísa.
Í hefndarvímu guðirnir eyðileggja allt.
Í myrkrinu ljósin frá eldunum lýsa.
Á Dómsdegi er myrkrið heitt - en samt svo kalt.
Móðir faðmar drenginn sinn, heldur honum fast.
Hvíslar í eyra hans huggunarorð.
En drengurinn er farinn, sér ei hennar augnakast,
Guðirnir tóku hann of fljótt.
Kofinn brennur, og þessi ótrúlega ást,
Milli sonar og móður hans
Svífur á brott þegar lífið fjarar út,
uppá strandir hins ódauðlega lands.
Í hefndarvímu guðirnir eyðileggja allt.
Í myrkrinu ljósin frá eldunum lýsa.
Á Dómsdegi er myrkrið heitt - en samt svo kalt.
Móðir faðmar drenginn sinn, heldur honum fast.
Hvíslar í eyra hans huggunarorð.
En drengurinn er farinn, sér ei hennar augnakast,
Guðirnir tóku hann of fljótt.
Kofinn brennur, og þessi ótrúlega ást,
Milli sonar og móður hans
Svífur á brott þegar lífið fjarar út,
uppá strandir hins ódauðlega lands.