Innilokaður
doðinn fikrast áfram eftir leggjum
finn mig standa umkringdan af veggjum
engin orka til að klifra stálið...
birtan smýgur inn um þröngan gluggann
ég vil heldur hverfa inn í skuggann
forðast það að ræða vandamálið...
birgi inni orðin sem mig særðu
sakna þeirra orða sem mig nærðu
leggirnir halda áfram að dofna...
sest því uppgjafa niður í horni
upplifi uppgjöf á hverjum morgni
og höfuð mitt byrjar að klofna...
...
hendurnar mínar reistu þennan múr
en núna kemst ég aldrei aftur úr
og ég fagna aldrei neinum lausnum...
hendurnar mínar blóðgast múrnum á
er ég reyni að ýta honum frá
verkurinn stækkar ennþá í hausnum...
langar að komast út
og er til þess knúinn
en fjandinn hafi það
ég er alltof lúinn
í höndunum búinn
og þrótturinn flúinn...
...
doðinn fikrast áfram eftir leggjum
finn mig standa umkringdan af veggjum
engin orka til að klifra stálið...
reisti þennan vegg með eigin höndum
núna er ég umvafinn af böndum
hugsa um eldgamalt vandamálið...
eini félagskapurinn
hérna innan veggjar
hérna bakvið stálið
er gamalt vandamálið...
langar að komast út
og er til þess knúinn
en fjandinn hafi það
ég er alltof lúinn
í höndunum búinn
og þrótturinn flúinn...
finn mig standa umkringdan af veggjum
engin orka til að klifra stálið...
birtan smýgur inn um þröngan gluggann
ég vil heldur hverfa inn í skuggann
forðast það að ræða vandamálið...
birgi inni orðin sem mig særðu
sakna þeirra orða sem mig nærðu
leggirnir halda áfram að dofna...
sest því uppgjafa niður í horni
upplifi uppgjöf á hverjum morgni
og höfuð mitt byrjar að klofna...
...
hendurnar mínar reistu þennan múr
en núna kemst ég aldrei aftur úr
og ég fagna aldrei neinum lausnum...
hendurnar mínar blóðgast múrnum á
er ég reyni að ýta honum frá
verkurinn stækkar ennþá í hausnum...
langar að komast út
og er til þess knúinn
en fjandinn hafi það
ég er alltof lúinn
í höndunum búinn
og þrótturinn flúinn...
...
doðinn fikrast áfram eftir leggjum
finn mig standa umkringdan af veggjum
engin orka til að klifra stálið...
reisti þennan vegg með eigin höndum
núna er ég umvafinn af böndum
hugsa um eldgamalt vandamálið...
eini félagskapurinn
hérna innan veggjar
hérna bakvið stálið
er gamalt vandamálið...
langar að komast út
og er til þess knúinn
en fjandinn hafi það
ég er alltof lúinn
í höndunum búinn
og þrótturinn flúinn...
Tekið úr ruslakistunni