

gekk út í kyrrðina
þegar leiðinn tók völd
horfði á norðurljós
sem lýstu bjart í kvöld...
...
nokkur þeirra stigu spor gegnum himinhvolfin
heitt í hamsi þau gleymdu sér í dansi
vöktu upp brosið á vörunum mínum
og hurfu...
nokkur þeirra röltu svo hæglát undir stjörnum
drógu seiminn og lýstu hægt upp heiminn
tindruðu lengi í augunum mínum
og hurfu...
nokkur þeirra komu sem leiftur yfir himin
lítil skutust og gegnum loftið brutust
stöldruðu stutt við í huganum mínum
og hurfu...
...
líkt og norðurljós lýsa upp himin
og dansa um himininn glatt
dvelja persónur í okkar hugum
og hverfa svo hægt eða hratt...
þegar leiðinn tók völd
horfði á norðurljós
sem lýstu bjart í kvöld...
...
nokkur þeirra stigu spor gegnum himinhvolfin
heitt í hamsi þau gleymdu sér í dansi
vöktu upp brosið á vörunum mínum
og hurfu...
nokkur þeirra röltu svo hæglát undir stjörnum
drógu seiminn og lýstu hægt upp heiminn
tindruðu lengi í augunum mínum
og hurfu...
nokkur þeirra komu sem leiftur yfir himin
lítil skutust og gegnum loftið brutust
stöldruðu stutt við í huganum mínum
og hurfu...
...
líkt og norðurljós lýsa upp himin
og dansa um himininn glatt
dvelja persónur í okkar hugum
og hverfa svo hægt eða hratt...