Villtur í vansæluþoku
mölurinn marrar undan fótum mér
vindurinn veinar kalt að eyrum mér
himinninn hlæjandi horfir á mig
sendir sín ský til að ráðast á mig...
...
geng gegnum grátandi skóginn votur
glymja í eyrum mér fjallsins hrotur
veit að á svipstundu allt mun falla...
skjálftar í vöðvum mér verkinn magna
villtur í fjöllum – gefst upp og þagna
það stoðar ekki lengur að kalla...
horfi á himininn hvelfast yfir
hversu lengi ætli maður lifir
með nestið búið og sinnið lúið?
grúfi mig í grasið – held mér heitum
hefur fólkið mitt hætt öllum leitum
og sorgmætt heim í hlýjuna flúið?
...
mölurinn marrar undan fótum mér
vindurinn veinar kalt að eyrum mér
himinninn hlæjandi horfir á mig
sendir sín ský til að ráðast á mig...
...
rumska sveittur í rúminu heima
ringlaður veit að mig var að dreyma
en draumurinn kann að þýða svo margt...
þunglyndi þroska og alls kyns hættur
þýðir minn draumur að verði kættur
hugurinn minn sem að sá bara svart?
...
mölurinn marrar undan fótum mér
vindurinn veinar kalt að eyrum mér
draumurinn dafnar enn í huga mér...
vindurinn veinar kalt að eyrum mér
himinninn hlæjandi horfir á mig
sendir sín ský til að ráðast á mig...
...
geng gegnum grátandi skóginn votur
glymja í eyrum mér fjallsins hrotur
veit að á svipstundu allt mun falla...
skjálftar í vöðvum mér verkinn magna
villtur í fjöllum – gefst upp og þagna
það stoðar ekki lengur að kalla...
horfi á himininn hvelfast yfir
hversu lengi ætli maður lifir
með nestið búið og sinnið lúið?
grúfi mig í grasið – held mér heitum
hefur fólkið mitt hætt öllum leitum
og sorgmætt heim í hlýjuna flúið?
...
mölurinn marrar undan fótum mér
vindurinn veinar kalt að eyrum mér
himinninn hlæjandi horfir á mig
sendir sín ský til að ráðast á mig...
...
rumska sveittur í rúminu heima
ringlaður veit að mig var að dreyma
en draumurinn kann að þýða svo margt...
þunglyndi þroska og alls kyns hættur
þýðir minn draumur að verði kættur
hugurinn minn sem að sá bara svart?
...
mölurinn marrar undan fótum mér
vindurinn veinar kalt að eyrum mér
draumurinn dafnar enn í huga mér...