Ekkert eftir handa þér
kuldabolinn baular hátt og anga sína skekur
biluð vélin grætur aumt og allar sálir vekur
litla harða vélin inni í mér...
augun étin upp af tárum tærast þarna grotnuð
tómleiki í sjálfum mér og sálin veiklynd brotnuð
ekkert eftir handa þér...
dauðasyndir hafa forðum fyllt minn svarta lista
fullur vonar um að bíði loksins fögur kista
kista sem að tekur móti mér...
samviskubit og þráhyggja þeysast um í hjarta
þreyttur, leiður, blauður – held áfram að kvarta
ekkert eftir handa þér...
þetta ljóð er allt sem liggur eftir
líkami er enn í svefni löngum
grátstafir mínir eru nú heftir
þó veltast þeir enn í slæmum öngum...
liggur kaldur á hlýjunnar beði
líkami minn sem að dó loks frá mér
ég lagði sálu mína að veði
tapaði
ekkert eftir handa þér...
biluð vélin grætur aumt og allar sálir vekur
litla harða vélin inni í mér...
augun étin upp af tárum tærast þarna grotnuð
tómleiki í sjálfum mér og sálin veiklynd brotnuð
ekkert eftir handa þér...
dauðasyndir hafa forðum fyllt minn svarta lista
fullur vonar um að bíði loksins fögur kista
kista sem að tekur móti mér...
samviskubit og þráhyggja þeysast um í hjarta
þreyttur, leiður, blauður – held áfram að kvarta
ekkert eftir handa þér...
þetta ljóð er allt sem liggur eftir
líkami er enn í svefni löngum
grátstafir mínir eru nú heftir
þó veltast þeir enn í slæmum öngum...
liggur kaldur á hlýjunnar beði
líkami minn sem að dó loks frá mér
ég lagði sálu mína að veði
tapaði
ekkert eftir handa þér...