Nauðgun
hann ýtti henni niður í gólfið
sparkaði fast í kviðinn
lamdi oft í höfuðið
hrækti á hana...
hún stundi grét og sparkaði
hélt utan um ófrískan kviðinn
til að verja það
sem í henni dafnaði...
hann lagðist ofan á hana
reif hana úr tötrunum
þröngvaði sér inn
til að ná sínu fram...
hún gafst upp með ekkasogum
starði á loftið og vonaði
að stundin liði fljótar
ef hún reyndi að sofna...
hann lauk sér af í snarhasti
lamdi hana ítrekað
með kylfu
og hnúum...
hann hrinti henni niður stiga
þeytti henni utan í vegginn
og endaði kvöldið
...á enn einu sparki í ófrískan kviðinn...
...
hann
fékk fimm ára fangelsisdóm
fría máltíð á hverjum degi
þak yfir illkvittið ljótt höfuðið
og laus tveimur árum
fyrir tímann
...fyrir góða hegðun...
hún
fékk lífstíðar þunglyndisdóm
fría depurð á hverjum degi
vantraust á alla ástvini sína
og missti barnið
fimm mánuðum
fyrir tímann
...fyrir hans hegðun...
sparkaði fast í kviðinn
lamdi oft í höfuðið
hrækti á hana...
hún stundi grét og sparkaði
hélt utan um ófrískan kviðinn
til að verja það
sem í henni dafnaði...
hann lagðist ofan á hana
reif hana úr tötrunum
þröngvaði sér inn
til að ná sínu fram...
hún gafst upp með ekkasogum
starði á loftið og vonaði
að stundin liði fljótar
ef hún reyndi að sofna...
hann lauk sér af í snarhasti
lamdi hana ítrekað
með kylfu
og hnúum...
hann hrinti henni niður stiga
þeytti henni utan í vegginn
og endaði kvöldið
...á enn einu sparki í ófrískan kviðinn...
...
hann
fékk fimm ára fangelsisdóm
fría máltíð á hverjum degi
þak yfir illkvittið ljótt höfuðið
og laus tveimur árum
fyrir tímann
...fyrir góða hegðun...
hún
fékk lífstíðar þunglyndisdóm
fría depurð á hverjum degi
vantraust á alla ástvini sína
og missti barnið
fimm mánuðum
fyrir tímann
...fyrir hans hegðun...
Ekkert er ógeðslegra í heiminum heldur en nauðgun og barnamisnotkun. Ég geri mér grein fyrir því að lýsingarnar í þessu ljóði eru virkilega ljótar og opinskáar - en svona er heimurinn viðbjóðslegur á stundum.