

hún glóði
líkt og sóley
á blíðum sumardegi
er ég stakk honum í raufina...
þrýsti
á nokkra
vel valda staði
hún stundi hærra
með hverri snertingu...
hún hitnaði
og hitnaði
stundi hærra
og hærra
uns mér leist varla á blikuna
gat varla snert hana
lengur með berum fingrum...
færði hendurnar af henni
gat ekki snert hana
óhljóðin ærðu mín eyru...
reyndi að draga hann út
en fastur hann sat
í níðþröngri heitri raufinni...
...
tók hana úr sambandi
mun aldrei reyna
að spila þennan
tölvuleik aftur...
líkt og sóley
á blíðum sumardegi
er ég stakk honum í raufina...
þrýsti
á nokkra
vel valda staði
hún stundi hærra
með hverri snertingu...
hún hitnaði
og hitnaði
stundi hærra
og hærra
uns mér leist varla á blikuna
gat varla snert hana
lengur með berum fingrum...
færði hendurnar af henni
gat ekki snert hana
óhljóðin ærðu mín eyru...
reyndi að draga hann út
en fastur hann sat
í níðþröngri heitri raufinni...
...
tók hana úr sambandi
mun aldrei reyna
að spila þennan
tölvuleik aftur...