myndir úr stríði (japanskar hækur)
rósin lét undan
þungbærum skugga drekans
skýjin dökknuðu
þessa dimmu nótt
flæddi blóðið rúbinrautt
augun fylltust sorg
heimskir stjórna þeir
sem öllu virðast ráða
með kolsvört hjörtu
sturlunin algjör
tilgangsleysið ríkjandi
glataðar sálir
feður og mæður
syrgja sundurtætt börnin
sem hylja grundir
olían flæðir
loks yfir bakka sína
í átt til vesturs
örninn sköllótti
hreykinn flýgur fugla hæst
með blóðugan gogg
krossfestur jésús
vonlaus snýr krossinum við
hið illa sigrar
þungbærum skugga drekans
skýjin dökknuðu
þessa dimmu nótt
flæddi blóðið rúbinrautt
augun fylltust sorg
heimskir stjórna þeir
sem öllu virðast ráða
með kolsvört hjörtu
sturlunin algjör
tilgangsleysið ríkjandi
glataðar sálir
feður og mæður
syrgja sundurtætt börnin
sem hylja grundir
olían flæðir
loks yfir bakka sína
í átt til vesturs
örninn sköllótti
hreykinn flýgur fugla hæst
með blóðugan gogg
krossfestur jésús
vonlaus snýr krossinum við
hið illa sigrar
Ég samdi þetta þegar 1.ár var liðið frá innrás bandaríkjamanna og þeirra bandamanna inní írak.