EFTIR HÖFÐINU dansa limirnir
Vaknaðu hress í býtið
og finndu sjálfa þig
Það er ekkert lítið
sem þetta er mikil bið

Hef beðið og beðið
dögunum saman
og ekkert svar fæst
Enda er það ekkert gaman
Óskin hefur ekki ræst

Huggun er að borða hangikjöt
og spinna ljóðin góðu
Gaman er að horfa á hanaöt
áhorfendurnir að því hlógu

Hver er það sem ber á dyrnar
er það kannski þú
Það er tími að fara út með kýrnar
þær ganga sjálfviljugar í trú

Lukkan fylgi þér hvert auðnuspor
og hamingjan veri með þér
Hve gott hefur okkar verið vor
á heiðinni tína bláber

Limirnir dansa eftir höfðinu
og orðin dansa eftir huga
Enda sést það í ljóðinu
Þetta ljóð mitt verður að duga  
Hrævareldur
1976 - ...


Ljóð eftir Hrævareld

EFTIR HÖFÐINU dansa limirnir
Ó, SÝNDU MÉR VEGINN
DRAUMALANDIÐ
ENGILSPRETTUR DANSA
HUNDADAGAKONUNGUR
FJÁRSJÓÐSKISTAN
\"THE LUCK OF LIFE\"