Ó, SÝNDU MÉR VEGINN
Trúðu á bollann
sem þú drekkur úr kaffi
Þar lest þú úr þríeyki sálarinnar.
Framtíðin endurspeglast úr
kaffisetleginum sem sest
hefur meðfram brún hans.
Þar sérð þú framtíðina
skína eins og stjarna á himni

"Ó, sýndu mér veginn bolli minn
Órótt er mér um hjarta
Hamingjuna feldu mér
og framtíðina bjarta"

"Æ, hvað hef ég komið auga á
koma gleðidagar
Ó, þetta má ég ekki afmá
Sálu mína lagar"

 
Hrævareldur
1976 - ...


Ljóð eftir Hrævareld

EFTIR HÖFÐINU dansa limirnir
Ó, SÝNDU MÉR VEGINN
DRAUMALANDIÐ
ENGILSPRETTUR DANSA
HUNDADAGAKONUNGUR
FJÁRSJÓÐSKISTAN
\"THE LUCK OF LIFE\"