Ekkert svar
Sorgin í fjarska
flýgur um bæinn
og gerir sér hreiður
heima hjá mér
Dauðinn svo nálægt
ég heyri í honum
það þytur í þungum
vængjum
Biðin eftir heimkomu
hans verður eilíf
Komdu strax til mín
Komdu núna
Heimsóknin ætlar aldrei
að verða veruleika
tónlistin dunar enn
og hættir ekki
Kannski kemur hann ekki
kannski brottlenti hann
get ég þá leikið mér með
börnunum, sungið sönginn?
En yndisleg tilfinning
sólin skínur loksins
lífið er ekki lengur sorg
heldur skemmtilegur leikur
Það er bankað á dyr
þung högg bergmálast
ég finn til
sársaukinn eykst
Með stórum hvelli
opnast hurðinn
fugl dauðans mættur
fætur mínir gefast upp
Afhverju núna?
eru mín síðustu orð
er fuglinn tekur mig
við fljúgum í burtu
ekkert svar
flýgur um bæinn
og gerir sér hreiður
heima hjá mér
Dauðinn svo nálægt
ég heyri í honum
það þytur í þungum
vængjum
Biðin eftir heimkomu
hans verður eilíf
Komdu strax til mín
Komdu núna
Heimsóknin ætlar aldrei
að verða veruleika
tónlistin dunar enn
og hættir ekki
Kannski kemur hann ekki
kannski brottlenti hann
get ég þá leikið mér með
börnunum, sungið sönginn?
En yndisleg tilfinning
sólin skínur loksins
lífið er ekki lengur sorg
heldur skemmtilegur leikur
Það er bankað á dyr
þung högg bergmálast
ég finn til
sársaukinn eykst
Með stórum hvelli
opnast hurðinn
fugl dauðans mættur
fætur mínir gefast upp
Afhverju núna?
eru mín síðustu orð
er fuglinn tekur mig
við fljúgum í burtu
ekkert svar