Sólin sest (Itchy Palms)
Hvert sem er fylgir mér
Löngun til að fara
Fara í burtu með þér

Ég sá þig þar, fann mig í þér
Í hyldjúpum augum
Sem sýna mér það sem ég er.

Hvað með mig og þig?
Ég finn fyrir þér.
Sál mín hrópar og kallar
En himininn heyrir ekki í mér.

Sólin rís, ég veit hvað ég vil
Nú loks er við skiljum
Og vitum að við erum til.

Ekki ein, við erum eins
Við erum hvort annað
En samt er það ekki til neins.

Að vera til, að kveljast og þjást
Að bíða og vona
Og syrgja það allt sem að brást.

Hvað með mig og þig?
Ég finn fyrir þér.
Sál mín hrópar og kallar
En himininn heyrir ekki í mér.

Ég komst að þér, þú komst til mín
Ef við kæmumst í burtu
Hvað væri lífið án þín?

Sólin sest, líf okkar er
Leikur að eldi
Stormur í höfðinu á mér.

Hvað með mig og þig?
Ég finn fyrir þér.
Sál mín hrópar og kallar
En himininn heyrir ekki í mér.

Sólin sest…
 
Nanna Imsland
1988 - ...
Lagið er eftir Heru Hjartardóttur (Itchy Palms) Ég gerði texta á íslensku fyrir Söngvakeppni Framhaldsskólanna.
13.03.04


Ljóð eftir Nönnu Imsland

Sólin sest (Itchy Palms)
Engillinn
Ég, þú og hún