Engillinn
Ef ég væri engill
og sæti á mjúku skýi
lengst uppi í himninum
fyrir ofan allt og alla
þá gæti ég vakað yfir þér
dag og nótt,
og enginn myndi vita af því
að ég fylgist með hverri hreyfingu

þinni...

 
Nanna Imsland
1988 - ...
Hvað get ég sagt...ég hugsa mikið..


Ljóð eftir Nönnu Imsland

Sólin sest (Itchy Palms)
Engillinn
Ég, þú og hún