

rósrautt skýið
sem ég held dauðataki í
er byrjað að trosna
og ég færist neðar
bleksvart skýið
sem ég strýk með iljunum
er byrjað að þykkna
og ég færist neðar
rósrautt skýið
sem ég held dauðataki í
rifnar í tætlur
og ég hlunkast niður
...
á svörtu rigningarskýinu
sit ég uppgefinn og hissa
með rósrauðan hnoðra
í köldum höndunum
til minningar
um rósrauðu tætlurnar
sem færast í burtu...
sem ég held dauðataki í
er byrjað að trosna
og ég færist neðar
bleksvart skýið
sem ég strýk með iljunum
er byrjað að þykkna
og ég færist neðar
rósrautt skýið
sem ég held dauðataki í
rifnar í tætlur
og ég hlunkast niður
...
á svörtu rigningarskýinu
sit ég uppgefinn og hissa
með rósrauðan hnoðra
í köldum höndunum
til minningar
um rósrauðu tætlurnar
sem færast í burtu...