Skóreimar
Fékk nóg og gefst upp, ég drep á lífinu/
Pumpa mig sjálfan upp og lifi á deyfilifinu/
Ég var einu sinni glaður en á endanum ég datt/
Beygði mig niður um tíma og skóreimarnar batt/
Batt nógu fast til að ég gæti aldrei hrasað/
Sterkur hnútur, nú ekkert getur mig slasað/
Ég lifi glaður á ný og það er skóreimunum að þakka/
Geng ekki áfram, nei, ég geng til að bakka/
Betri tímar voru fyrr en sakleysið er horfið/
Loksins er ég sáttur, og sáttur við lífsviðhorfið/
Ég geng gegnum lífið um tíma og mér líður lengivel/
Loka á dyr fortíðar og frá fortíð ég mig fel/
Loksins geng ég gegnum skónna og þá byrjar lífið að særa/
Batt skóreimarnar fast og reyndi ekki að lagfæra/
Ég lokaði á tilfinningar og ég lokaði á ást/
Bjó til eigin vansæld og fæturnir blæða og þjást/
Get ekki leyst hnútin og loksins fatta að ég er fastur/
Gekk gegnum lífið í sömu skónnum og ég gekk lang aftastur/
Ég gat ekki skilið né tekist á við eigin vandamál/
Núna þegar ég byð um skæri, hræddur, heyrist ekkert nema bergmál/
Pumpa mig sjálfan upp og lifi á deyfilifinu/
Ég var einu sinni glaður en á endanum ég datt/
Beygði mig niður um tíma og skóreimarnar batt/
Batt nógu fast til að ég gæti aldrei hrasað/
Sterkur hnútur, nú ekkert getur mig slasað/
Ég lifi glaður á ný og það er skóreimunum að þakka/
Geng ekki áfram, nei, ég geng til að bakka/
Betri tímar voru fyrr en sakleysið er horfið/
Loksins er ég sáttur, og sáttur við lífsviðhorfið/
Ég geng gegnum lífið um tíma og mér líður lengivel/
Loka á dyr fortíðar og frá fortíð ég mig fel/
Loksins geng ég gegnum skónna og þá byrjar lífið að særa/
Batt skóreimarnar fast og reyndi ekki að lagfæra/
Ég lokaði á tilfinningar og ég lokaði á ást/
Bjó til eigin vansæld og fæturnir blæða og þjást/
Get ekki leyst hnútin og loksins fatta að ég er fastur/
Gekk gegnum lífið í sömu skónnum og ég gekk lang aftastur/
Ég gat ekki skilið né tekist á við eigin vandamál/
Núna þegar ég byð um skæri, hræddur, heyrist ekkert nema bergmál/