Óskir
Af hverju að lifa,
ef lífið þig hatar?
Til hvers að reyna,
ef öllu þú glatar?
Lífið er staður,
sem ei gefur grið.
Á endanum göngum,
um himnanna hlið.
Þá væri nú alltaf,
svo gott og svo blítt.
Bara ef ég gæti,
nú för minni flýtt.
Þá væri allt svo betra,
ei áhyggjur meir.
Rynnu þá saman,
heimarnir tveir.
Ég þyrfti ei að hugsa,
ég þyrfti ei að sjá.
Þá mindi ég dvelja,
framliðnum hjá.
Ég sættist við lífið,
það hefur sinn gang.
Faðma ég heiminn,
og sest í hans fang.  
Védíz
1988 - ...
Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þetta ljóð..kom bara einhverntíma þegar mér leið illa..


Ljóð eftir Védízi

Óskir
Ástin
Lítillæti
Svo..
Aðfaranótt 31.Maí