enginn titill
Komdu til mín!
dönsum í alla nótt
þegar rignir og dimmir
förum við til New York

Ljósaskilti og glansandi götur
taka á móti okkur
svo vafasamar
en fallegar

Ég dáist að þér
og bíð eftir að þú
komir í heimsókn

Koníak í sultukrukku

við gleymdum okkur
og vöknuðum með bros á vör
sitt hvoru megin í heiminum
en áttum þessa einstöku nótt saman.  
G. Sigríður Bjarnadóttir
1981 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir G. Sigríði Bjarnadóttur

My Mate
Untitled
I admire your disease
Untitled
An empty page
Untitled
enginn titill
Það er ókurteisi að horfa inn um glugga hjá öðru fólki