Halla Eyjólfsdóttir frá Laugaból
Vökudraumur
Svanurinn minn syngur
Meira um höfund:

Hallfríður Guðrún Eyjólfsdóttir (Halla Eyjólfsdóttir ) fæddist að Múla í Gilsfirði í ágúst 1866. Hún lærði hannyrðir og fatasaum af öðrum konum í sveitinni, en skólagöngu hlaut hún enga og þótti afar miður. Tvítug réðst hún að Laugabóli við Ísafjörð sem saumakona. Alla tíð orti hún mikið og eftir hana liggja tvær ljóðabækur - Ljóðmæli (1919) og Kvæði (1940). Halla lést á heimili dóttur sinnar í Reykjavík, 1937. Sú ferð til höfuðborgarinnar var í senn hennar fyrsta og hinsta.