

Lífið er sterkt eins og mosinn
það grær á klöppunum
við hafsbrúnina
og heldur heljartaki
í bláhvíta tilveruna
Þegar ekkert veiðist
verða mennirnir þöglir
þeir standa í hópum
og horfa á mávana.
Kannski vita þeir hvað varð
um silfurlitu fiskana.
Telpa við skúr
litar hvítar rendur
á hafbarða steina
og syngur hljóðlega
Afi hennar átti
gulnaða mynd
af ungri stúlku
með fölleitt bros
sem hann setti á borðið
hjá svissnesku klukkunni.
það grær á klöppunum
við hafsbrúnina
og heldur heljartaki
í bláhvíta tilveruna
Þegar ekkert veiðist
verða mennirnir þöglir
þeir standa í hópum
og horfa á mávana.
Kannski vita þeir hvað varð
um silfurlitu fiskana.
Telpa við skúr
litar hvítar rendur
á hafbarða steina
og syngur hljóðlega
Afi hennar átti
gulnaða mynd
af ungri stúlku
með fölleitt bros
sem hann setti á borðið
hjá svissnesku klukkunni.
Birtist áður í Lesbók Mbl.