Faðmlag
Þú ert gyðja míns hjarta,
Stoð minnar sálar,
Drottning minna drauma.
Við hlið þér er ég ósigrandi.
Ég vil þar gráta og þar vil ég kætast,
Í þínum faðmi þar sem draumarnir rætast.
Ég vil halda í hönd þína,
Hönd sem veitir mér styrk,
Von og trú.
Þú kallar fram kærleikann í hjarta mínu.
Ég vil strjúka þitt hörund og njóta mín best,
Í faðmlagi stúlku sem þrái ég mest.
Ég vil horfa í augu þín,
Augu sem laða fram ást.
Ég vil uppfylla óskir þínar,
Elska þig og virða.
Ég eiga vil stund þar sem augu okkar mætast,
Í faðmi þér þar sem draumarnir rætast.
Þú ert innblástur ljóða minna,
Fegurst allra meyja.
Orsök hamingjunnar,
Gleðin í lífi mínu.
Ég vil þér halda og þig vil ég kyssa,
Í faðmlagi þínu sem ég aldrei vil missa.
Stoð minnar sálar,
Drottning minna drauma.
Við hlið þér er ég ósigrandi.
Ég vil þar gráta og þar vil ég kætast,
Í þínum faðmi þar sem draumarnir rætast.
Ég vil halda í hönd þína,
Hönd sem veitir mér styrk,
Von og trú.
Þú kallar fram kærleikann í hjarta mínu.
Ég vil strjúka þitt hörund og njóta mín best,
Í faðmlagi stúlku sem þrái ég mest.
Ég vil horfa í augu þín,
Augu sem laða fram ást.
Ég vil uppfylla óskir þínar,
Elska þig og virða.
Ég eiga vil stund þar sem augu okkar mætast,
Í faðmi þér þar sem draumarnir rætast.
Þú ert innblástur ljóða minna,
Fegurst allra meyja.
Orsök hamingjunnar,
Gleðin í lífi mínu.
Ég vil þér halda og þig vil ég kyssa,
Í faðmlagi þínu sem ég aldrei vil missa.