Stjörnuhrap
Hugur minn vill hata allt,
Hjartað ekkert skilur
Minning er í sárið salt,
Sæmdin tár mín hylur.

Geng ég enn með bakið beint
Bros og stundum hlátur.
Breytast mun sú staðreynd seint,
Að oft er stutt í grátur.

Gaf þér rósir fagurrauðar
Reiður óska ég þess heitt.
Að þær detti allar dauðar,
Og döpur þú munt elsk’ey neitt.

Stjarnan skín og tárin streyma,
Stend ég eftir hnugginn sveinn.
Ein mun okkar drauma dreyma,
Dapur mun ég deyja einn.
 
Þórður Sveins
1987 - ...


Ljóð eftir Þórð Sveins

Lifir ást að handan?
Þú.
Faðmlag
Friends for ever and even longer
Stjörnuhrap
Komst til mín
Magnað hvernig allt er hægt