

Hafið þrumar yfir björgunum.
Skýin etja kappi hvert við annað.
Sólin dregur sig hnuggin í hlé.
Vindurinn hvín miskunnarlaust.
Björgin standa stolt og bjóða öllu byrginn.
Lítill bátur skoppar sem korktappi á öldunum.
Hafið gælir við björgin.
Skýin svífa í sjöunda himni
Sólin brosir á ný.
Vindurinn flissar kjánalega.
Björgin standa enn sem fyrr
Brak úr litlum bát rekur á fjörur.
´87
Skýin etja kappi hvert við annað.
Sólin dregur sig hnuggin í hlé.
Vindurinn hvín miskunnarlaust.
Björgin standa stolt og bjóða öllu byrginn.
Lítill bátur skoppar sem korktappi á öldunum.
Hafið gælir við björgin.
Skýin svífa í sjöunda himni
Sólin brosir á ný.
Vindurinn flissar kjánalega.
Björgin standa enn sem fyrr
Brak úr litlum bát rekur á fjörur.
´87