Vinur
Er það ekki undarlegt vinur,
að þú hvílir hér
í garði minninganna?

Er það ekki undarlegt vinur,
að nýr dagur skuli lifna
án þess að færa mér þig aftur?

Er það ekki undarlegt vinur,
að sólarupprás hvers dags
færi mér minninguna um þig?

Er það ekki undarlegt vinur,
að hafa átt svo ljúfar stundir
sem nú varðveitast í minningabók hugans?

Er það ekki undarlegt vinur,
að þú sért ekki lengur hér
til að hugga harma mína?

Er það ekki undarlegt vinur,
að vinátta okkar verði ævinlega
geymd í hjarta mínu?

Er það ekki undarlegt vinur,
að hugsa til þess
að við munum hittast á ný?

Er það ekki undarlegt vinur?

´97

 
Ljóðræna
1968 - ...


Ljóð eftir Ljóðræna

Örlagavefur
Heilræði til Láru
án titils
án titills
Loks frjáls!
Hug-fanginn
Lífs og liðin
án titils
Nýr dagur
Fæst orð hafa minnsta ábyrgð
Í garði minninganna
Bara handa mér
Náttúruöfl
SMÁ - auglýsing
Líkt og blek á blaði
Vinur
Baktal
án titils
Stríð
án titils
án titils
Svik
Envy
án titills
untitled
án titills
án titils
án titils
án titills
Mamma
Sorg