Matarást
Þau eru stödd í gömlu eldhúsi og síðnæturbirtan í samræmi við söng lóunnar. Hann opnar ísskápinn og ljósið streymir út á gólf. Hann finnur mjólkurfernu, beygir sig niður og hellir mjólk í skál.

- Af hverju hænirðu að þér þessa villiketti?
- Af því að þeir elska mig.
- Það er nú bara matarást.
- En það er einmitt þannig ást sem ég er að leita að. Viltu mjólk?

 
Ingólfur Gíslason
1974 - ...


Ljóð eftir Ingólf Gíslason

Bylgjulengd
Matarást
10-11
Næturleikrit
Bein lýsing í gegnum ljóðmúrinn