Hvenær kemur vorið?
Hvenær kemur vorið?

Klakann brestur brátt þol
til að bera þunga sólarinnar
brak
brestir
fuglasöngur
tíst tíst.

Regnboginn tekur á sprett
í
öldunni

Getur maður óskað sér í alvörunni?
Er nóg að sjá
regnbogann?

Má segja óskina?

Nei vina mín,
Haltu henni fyrir þig og þá mun hún rætast
Ef hún rætist ekki, sem hún gerir samt, getur þú verið viss um að vorið kemur að lokum.

Því það var óskin, ekki satt?
 
Ásgerður Jóhannesdóttir
1972 - ...
Samið um miðjan janúar, undir teppi við kertaljós. Vindurinn gnauðaði á glugganum og fjúkið þyrlaðist um göturnar.


Ljóð eftir Ásgerði Jóhannesdóttur

Dagurinn í dag minnir mig á daginn um daginn
Í skugga sólarinnar
Aldur eða tími?
Hvenær kemur vorið?
Sonur minn
Græna vera
Andblær
Kalt sólskin
pysja
Aðventudraumar
Fyrirgefning syndanna?