Sonur minn

Viska þín
svo mikil

hugsun þín
svo djúp
svo hrein
svo tær

hjarta þitt
svo meyrt
og viðkvæmt

viðmót þitt
svo þýtt
svo blítt

samviska þín
svo hrein

sál þín
svo viðkvæm
svo góð

samúð þín
svo sönn

ást þín
svo sönn
svo hrein
svo tær

hlýja þín
svo einlæg

óendanleg

elja þín
svo kröftug

Blámi augna þinna
svo tær
svo hreinn

roði vanga þinna
svo ferskur
svo svalur

mjúka brosið þitt
birtir
hleypir sólinni inn

gullnir lokkarnir
lýsa

ilmur þinn
eins og hunang
og mjólk
og eplakaka með kanil

kraftaverkið mitt
sem fékkst allt það besta
sem ég á
og pabbi

sonur minn
svo yndisblíður og fagur

þú átt hjarta mitt

og ég þitt.


 
Ásgerður Jóhannesdóttir
1972 - ...


Ljóð eftir Ásgerði Jóhannesdóttur

Dagurinn í dag minnir mig á daginn um daginn
Í skugga sólarinnar
Aldur eða tími?
Hvenær kemur vorið?
Sonur minn
Græna vera
Andblær
Kalt sólskin
pysja
Aðventudraumar
Fyrirgefning syndanna?