Apríl
Vor í lofti
og angan af gróðri
leiðir okkur út í birkikjarrið.

Sonur okkar, 11 mánaða,
sem þóttist fær í flestan sjó
eftir vetur á stofugólfinu,
er á báðum áttum –
það virðist enginn vegur að skríða
í þessum þúfum.

Elskan mín,
fyrir ári síðan vorum við tvö
líka svona ráðvillt.

Nú hlæjum við og köstum
steinvölum í lækinn.
 
Bjarni Gunnarsson
1968 - ...


Ljóð eftir Bjarna Gunnarsson

Ástarbarn
Myrkviði
Kona
Apríl
Litla líf
Kókópuffskipið