Kókópuffskipið
Við morgunverðarborðið verður mér
stundum hugsað til gamals vinar sem var
lengi skipstjóri á millilanda-skipi.
Hann komst oft í hann krappan og hefur
frá mörgu að segja. Mestu svaðilförina
fór hann á áttunda áratugnum, þegar
morgunkornið hóf að streyma til
landsins frá Ameríku. Það vildi svo til
við útskipun í Baltimore, að gámarnir
með kókópuffinu lentu neðst í lestinni.
Þeir reyndust heldur léleg kjölfesta
þegar út á rúmsjó var komið, slagsíða
kom á skipið og minnstu munaði að
Atlantshafið gleypti það með manni og
mús. Okkar maður stýrði þó skipi sínu
heilu heim, en maður veltir því fyrir
sér svona við morgunverðarborðið, hver
kjölfestan ætti að vera þegar lagt er
upp í langferð.
 
Bjarni Gunnarsson
1968 - ...


Ljóð eftir Bjarna Gunnarsson

Ástarbarn
Myrkviði
Kona
Apríl
Litla líf
Kókópuffskipið