Litla líf
Vart þorandi að sofa
með þetta litla líf
sér við hlið.

Andardrátturinn
svo ofurléttur
– þó er hann vindur
í hlíðum Kilimanjaro,
þytur
í laufi regnskóga Zaír;
skothríð
á götu í Mogadishu.

Vart þorandi að sofa
með þetta litla líf
sér við hlið.
 
Bjarni Gunnarsson
1968 - ...


Ljóð eftir Bjarna Gunnarsson

Ástarbarn
Myrkviði
Kona
Apríl
Litla líf
Kókópuffskipið