hamingju höfnun
ég leitaði hátt og lágt
að nýrri sál
því mín var skítug
mín var ónothæf
mín var rifin
mín var ónýt

þú saumaðir hana
aftur saman
og færði mér hana
í nýjum umbúðum
en ég hafnaði henni
þóttist ekki þekkja hana

ég fann og týndi ástinni
líkt og Alzheimer sjúklingur
þegar hún fann mig
vissi ég ekki hver hún var
og af hverju hún var að
færa mér nýja sál
þegar það var ekkert
að minni  
Dimmbrá
1981 - ...


Ljóð eftir Dimmbrá

hræsnari
hamingju höfnun
ég elska þig ekki en samt elska ég þig
þetta sumar 24/08/2004