Saga úr umferðinni
Löngunarfull
horfir
gangbrautin
á uppblásinn
sebrahestinn
sem svífur
lausbeislaður
upp í
dimmbláan himinn.

Ástleitið
umferðarljósið
misskilur augnaráð
gangbrautarinnar
og blikkar
vonglatt
niður á götuna.

Forvitin
augu drengsins
í bílnum
sjá hest
í rauðum bjarma
fatast flugið
og falla
í svart-hvítan
faðm.

Skömmu síðar
eru þau
eitt.

 
Anna Þóra
1963 - ...


Ljóð eftir Önnu Þóru

brot
Hækur
Kyrrð
Hækur 2
Fall
Orðið
stunga
kabárutfa
Tilviljun eða grís?
Suð
húsblús
Um fjöll
Saga úr umferðinni
frelsi
Lofbogi
Lygavefur
Skýrás
Styrkur
orsök
Stjörnuskrjáf
Tiltekt
Skoskur leigumorðingi?
Blik
Án ábyrgðar
Sannalegar sannar lygar
Umsátur um ást
Múrverk
Endurminning kennarans
Klifur
minningarnar einar
bilin
X
Leikur
Jól - enn á ný
Ok
Bítl
Kvín-bí
Fífillinn
Kreppa
Himnasæla
Til mömmu