Tiltekt
Það er á svona dögum
sem ég hef svo
óskaplega lítið
að segja.

Hendur mínar enn angandi
af salmíaksskotinni sítrónulykt.
Skúringaminningin
sveimandi um í bakinu.
Hálsinn þurr
af uppburstuðu ryki.

Og loðin tungan
fylgist áhugalaus með
hugsunum mínum
í líki
Ajax-stormsveips
reyna að taka sig til.
 
Anna Þóra
1963 - ...


Ljóð eftir Önnu Þóru

brot
Hækur
Kyrrð
Hækur 2
Fall
Orðið
stunga
kabárutfa
Tilviljun eða grís?
Suð
húsblús
Um fjöll
Saga úr umferðinni
frelsi
Lofbogi
Lygavefur
Skýrás
Styrkur
orsök
Stjörnuskrjáf
Tiltekt
Skoskur leigumorðingi?
Blik
Án ábyrgðar
Sannalegar sannar lygar
Umsátur um ást
Múrverk
Endurminning kennarans
Klifur
minningarnar einar
bilin
X
Leikur
Jól - enn á ný
Ok
Bítl
Kvín-bí
Fífillinn
Kreppa
Himnasæla
Til mömmu