af kossinum skaltu þekkja manninn
hann kyssir eins og páfagaukur
er með beittar varir
þurra tungu
(og mig þyrstir í íslenskt fjallavatn til að skola honum í burtu)
hann kyssir eins og hundur
ég er öll blaut í framan
af andfýlu hans
(og með eyrun full af slefi)
hann kyssir eins og froskur
tungan langa vefst um mína
alla leið niður í kok
(og hótar að rífa hana með sér á bakaleiðinni upp í hann)
en þú kyssir munúðarfullum kossi
við undirtóna ástríðunnar
með vott af dýrslegu eðli
(og þá veit ég að þú gætir verið maður mér að skapi)
er með beittar varir
þurra tungu
(og mig þyrstir í íslenskt fjallavatn til að skola honum í burtu)
hann kyssir eins og hundur
ég er öll blaut í framan
af andfýlu hans
(og með eyrun full af slefi)
hann kyssir eins og froskur
tungan langa vefst um mína
alla leið niður í kok
(og hótar að rífa hana með sér á bakaleiðinni upp í hann)
en þú kyssir munúðarfullum kossi
við undirtóna ástríðunnar
með vott af dýrslegu eðli
(og þá veit ég að þú gætir verið maður mér að skapi)