af kossinum skaltu þekkja manninn
hann kyssir eins og páfagaukur
er með beittar varir
þurra tungu
(og mig þyrstir í íslenskt fjallavatn til að skola honum í burtu)

hann kyssir eins og hundur
ég er öll blaut í framan
af andfýlu hans
(og með eyrun full af slefi)

hann kyssir eins og froskur
tungan langa vefst um mína
alla leið niður í kok
(og hótar að rífa hana með sér á bakaleiðinni upp í hann)

en þú kyssir munúðarfullum kossi
við undirtóna ástríðunnar
með vott af dýrslegu eðli
(og þá veit ég að þú gætir verið maður mér að skapi)  
Fiðurflétta
1976 - ...


Ljóð eftir Fiðurfléttu

sögulok
það var þá
hjartans dans
afmælisgjöf
getnaðarmál
björgunarlauf
reykingamaðurinn og stúlkan hans
vinkona mín
Dagar og nætur
íslensk veðrátta
Askja Pandóru
Flugnalok
Fuglafólkið
Við ána
London Underground
upprifjun í baði
þögn
body paint
Sóleyjarhafið
æðarnar á enni þínu
manstu eftir stúlkunni
af kossinum skaltu þekkja manninn
Haustnótt
það var þá varð að
brún, græn, blá og svört lítil ellefa
september
til skáldsins
tilhugsun
aðeins eitt orð
ágúst
loforð
snjóengillinn
brennandi hugar
sænskt ævintýr
orðlaus
sætindi
vorið kom
sandstormur
sprengdu rauðuna
laus(n)
álfatan
reykjavík