Kalt sólskin
Sólin skín svo skært
en þó er nístingskalt í hjarta mínu.
Kaldur pollur freistar mín í sólinni
en hann er of kaldur þegar ég sting mér út í.
Þannig ert þú stundum.
Brosið þitt svo skært og augun blika svo björt
en þegar allt kemur til alls ertu bara eins og kaldur pollur sem freistar í sólskini.
 
Ásgerður Jóhannesdóttir
1972 - ...


Ljóð eftir Ásgerði Jóhannesdóttur

Dagurinn í dag minnir mig á daginn um daginn
Í skugga sólarinnar
Aldur eða tími?
Hvenær kemur vorið?
Sonur minn
Græna vera
Andblær
Kalt sólskin
pysja
Aðventudraumar
Fyrirgefning syndanna?